Mín leið - Þáttur 2

föstudagur 7. maí 2021

Heimsækjum unga prestinn Dag Fannar Magnússon á Heydölum í Breiðdal. Hvernig er að vera ungur prestur í fámennri sveit? Dagur er ásamt öðrum ungum presti að austan með hlaðvarpið Kirkjucastið, en nýverið vöktu þeir mikla athygli fyrir umræður um kynlíf og sjálfsfróun sem fóru fyrir brjóstið á einhverjum. Dagur hefur skemmtilega sýn á lífið og tilveruna og fer svo sannarlega sínar eigin leiðir, líka í formföstu prestastarfinu.