Föstudagsþátturinn - Heimildamyndir á N4, Tusk og Kúba.

föstudagur 24. september 2021

Dagný Hulda Valbergsdóttir og Gunnar Konráðsson ræða heimildamyndir sem sýna skal á N4 næstu daga. Tusk er heimildaþáttur um brasilíska glímu/Jiu Jitsu á Íslandi. Jiu Jitsu er íþrótt sem er mýkri en margir halda og á sér marga iðkendur á Íslandi. Fylgst er með starfinu á Akureyri sumarlangt, við kynnumst íþróttinni, andanum og fólkinu á bakvið hana. Mynd eftir Dagnýju Huldu Valbergsdóttur. Í heimildamyndinni Kúba sjálfsmynd er reynt að draga upp óhlutdræga mynd af lífinu á Kúbu árið 2007 þegar Castro var enn við völd og fólk þar beðið um að rýna inn í framtíðina, Einnig er rætt við nokkra Íslendinga sem þekkja vel til á Kúbu. Leikstjóri og framleiðandi er Gunnar Konráðsson meðframleiðendur þeir Elvar A Grétarsson og Halldór Oddsson. Tónlist eftir Tómas R. Einarsson.