Hamingjudagar

mánudagur 22. ágúst 2022

Edda Björg Eyjólfsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson leika í sýningunni Hamingjudagar. Hamingjudagar eða Happy Days er eftir heimsfræga, írska nóbelsverðlaunaleikskáldið Samuel Beckett og fjallar um Vinní, frægustu kvenpersónu Becketts. Vinní er ákveðin í því að finnast lífið hamingjuríkt og fallegt, þrátt fyrir að útlitið sé allt annað en bjart. Verkið fjallar um takmarkalausan lífsvilja manneskjunnar og ódauðleika bjartsýninnar og er áreiðanlega lang skemmtilegasta leikrit nóbelshöfundarins sem lætur gamminn geisa með hrífandi húmor, visku og ólíkindi.