Stefán Elí + Draugurinn Reyri + Karlakór Akureyri Geysir 100 ára

föstudagur 4. nóvember 2022

Stefán Elí er með tónleika um helgina, 5. nóv sem heitir Tíðni Sálarinnar í Akureyrarkirkju. Hjartahlýir og hugljúfir tónleikar þar sem Stefán flytur frumsamda tónlist. Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri. Fyrstu tónleikar Geysis voru haldnir 17. desember 1922 og Karkakór Akureyrar hélt sína fyrstu tónleika í ársbyrjun 1930. Sameinaðir hafa þeir kórar starfað frá 1990.og er með afmælistónleika í tilefni af því, Tónleikarnir verða haldnir þann 12. nóvember í Menningarhúsinu Hofi. Tónlistarfélag Akureyrar Á Hrekkjavöku fer draugurinn Reyri á stjá. Hann fer með áhorfendum á vit löngu látinna tónskálda og fær að heyra tónlist þeirra og sögur. Hann ásamt hrekkjóttu norninni Kírikí, Næturdrottningunni, Blásarakvintettinum Norð-Austan, píanóleikara, Barnakór Akureyrarkirkju og dönsurum úr Dansskóla Alice leiða þetta tónlistarleikhús sem er í senn ógnvekjandi en einnig ótrúlega fyndið og skemmtilegt.