Hver vill hugga krýlið?

þriðjudagur 29. mars 2022

Tónverkið “Hver vill hugga krílið?” er fyrir barnakór, hljómsveit og sögumann. Verkið er eftir Olivier Manoury og er samið við sögu Tove Jansson í þýðingu Þórarins Eldjárn. Ævintýrið segir frá litlum dreng sem býr einn úti í skógi. Hann er mjög feiminn og þorir ekki að vingast við nokkurn fyrr en hann hittir litla stúlku sem er enn hræddari við lífið en hann. Þá finnur hann kjarkinn og sagan endar á því að þau ákveða að sigla burt á bát með fílifjonkunum.