Midnight Librarian

föstudagur 3. júní 2022

Midnight Librarian er8 manna hljómsveit sem samanstendur mestmegnis af fólki af suðurnesjum auk tveggja úr Reykjavík. Þau spila fjölbreytta tónlist en er þó einhverskonar popp-funk-rnb-jazz, spila einfaldlega það sem þau fíla, eins og þau segja sjálf. Gáfu út fyrstu plötuna sína í fyrra, From Birth Til Breakfast, og gáfu svo út lagið In My lane núna í mars.