Rakel Hinriksdóttir, dagskrárgerðarkona á N4, hefur komið víða við um dagana. Hún fór á sínum tíma til Bandaríkjanna til að spila fótbolta og náði sér í leiðinni í menntun sem grafískur hönnuður. Þá bjó hún í Danmörku um tíma og það er henni að kenna að grænblár varð einkennislitur N4 sjónvarpsstöðvarinnar.