FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 2022
Hilda Rún Hafsteinsdóttir og Thelma Sif Róbertsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla hlutu aðalverðlaun fyrir hugmynd sína Hjálparljós í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Þá var Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, titlinn Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022.
Elmar Snorrason er ekki við eina fjölina felldur. Hann er húsasmiður en er titlaður vesenisfræðingur í símaskránni, enda stendur hann í alls konar veseni á borð við innflutning á jeppafelgum, myndavélum og veðurstöðvum. Þá streymir hann beint á netinu myndum frá þrastarhreiðri á landareign sinni.
Húsnæði Nýheima á Höfn var upphaflega byggt fyrir framhaldsskólann og tekið í notkun fyrir 20 árum. Í húsinu eru í dag ýmsar stofnanir sem falla undir þá hugmyndafræði og samstarfsnet sem starfssemin byggir á um menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun á Suðausturlandi.