Fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir, sem er áhorfendum N4 að góðu kunn úr ferðaþáttunum Vegaréf, var að senda frá sér nýja handbók um búsetu á Spáni. Í bókinni er að finna upplýsingar varðandi allt það helsta sem Íslendingar þurfa að vita íhugi þeir dvöl á Spáni, hvort sem er til styttri eða lengri tíma.
Prentmet Oddi, sem keypt hefur rekstur prentsmiðjunnar Ásprents Stíls á Akureyri, hyggst endurvekja rekstur prentsmiðjunnar í samstarfi við KEA. Fyrirhugað er að efla límmiðaprentun og stafræna prentun og verður tækjakostur efldur í takt við þessar áherslur.
„Þetta er búið að vera ansi langur tími, það er ekki laust við að maður sé hálf stressaður að opna aftur!" segir Haukur Tryggvason, sem rekur tónleikastaðinn Græna hattinn á Akureyri. Í kvöld opnar staðurinn á ný eftir Covid-pásu, með tónleikum Stebba Jak og Hafþórs Vals.
Starfsemi prentsmiðjunnar Ásprents-Stíls á Akureyri var tekin til gjaldþrotaskipta í byrjun febrúar og þar með misstu um tuttugu manns atvinnuna. Á síðasta ári keypti Ísafodarprentsmiðja prentsmiðjuna, en rekstur prentverks hefur verið afar erfiður hér á landi á undanförnum misserum.
Við verðum mjög vör við ákveðinn áhuga erlendra fjárfesta,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. Verði slík verksmiðja að veruleika er líklegt að nokkrir tugir nýrra starfa skapist í Skagafirði.