Starf fulltrúa sýslumanns á Þórshöfn, sem var eina ríkisstarfið sem verið hefur í Langanesbyggð, var lagt niður um áramótin. Langanesbyggð og Svalbarðshreppur sem sameinuðust í eitt sveitarfélag á síðasta ári eru að stíga sín fyrstu skref í sameiginlegum dansi og baráttu við þær fjölmörgu áskoranir sem við er að etja. Íbúar erum um 600 talsins.